Tillaga um að fresta 45. þingi ASÍ var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta greiddra atkvæða.
Samkvæmt tillögunni gefst miðstjórn ASÍ frestur til 30. apríl 2023 til að ákvarða hvenær þingi verður framhaldið. Rétt er að taka fram að samkvæmt þessu verður ákvörðun miðstjórnar um framhald að liggja fyrir ekki síðar en 30. apríl. Í tillögunni er ekki að finna tilmæli um tímaramma eða dagsetningu fyrir eiginlegt þinghald.