8. þing ASÍ-UNG – 16.09.2022

Höfundur

Ritstjórn

8. Þing ASÍ-UNG var haldið á Hotel Natura, föstudaginn 16. september, 2022. ASÍ-UNG eru samtök ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar sem sér til þess að hagsmunamál ungra Íslendinga á vinnumarkaði séu ávallt á dagskrá Alþýðusambandsins.

Yfirskrift þingsins að þessu sinni var „Fyrirmyndir komandi kynslóða – Er verkalýðshreyfingin aðlaðandi starfsvettvangur?“ Sérstök áhersla var á heilbrigð og uppbyggileg samskipti auk þess sem sérstaklega var fjallað um nýliðun innan hreyfingarinnar.

Á þinginu var ný stjórn ASÍ-UNG kosin, en hana skipa nú:

  • Ásdís Helga Jóhannsdóttir, AFL
  • Ástþór Jón Ragnheiðarson, Verkalýðsfélag Suðurlands
  • Guðmunda Steina Jósefsdóttir, Framsýn
  • Inga Fanney Rúnarsdóttir, Verkalýðsfélag Grindavíkur
  • Jón Unnar Viktorsson, Verkalýðsfélag Grindavíkur
  • Ólöf Helga Adolfsdóttir, Efling
  • Sindri Már Smárason, AFL
  • Svanfríður Guðrún Bergvinsdóttir, Verkalýðsfélag Vestfirðinga
  • Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR

Varamenn:

  • Guðmundur H. Salbergsson, Félag Vélstjóra og málmtæknimanna
  • Hulda Björnsdóttir, Félag verslunar og skrifstofufólks
  • Margrét Gíslínudóttir, VR

Nýkjörin stjórn ASÍ-UNG

Í kjölfar þingsins hélt ný stjórn ASÍ-UNG fyrsta fund stjórnarinnar. Nýr formaður ASÍ-UNG var kosinn á fundinum, Ástþór Jón Ragnheiðarson, Verkalýðsfélagi Suðurlands og varaformaður ASÍ-UNG, Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR.

Þorvarður Bergmann Kjartansson, varaformaður og Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025