Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

FFÍ og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning

Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) skrifuðu seint í nótt undir nýjan kjarasamning við SA/Icelandair sem gildir til 30. september 2025, en samningar hafa verið lausir frá 1. janúar 2019.

„Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) hefur frá upphafi þessara löngu og flóknu samningalotu fundið til ábyrgðar og sýnt mikinn samningsvilja. Líkt og flugmenn og flugvirkjar hafa flugfreyjur og flugþjónar ætíð verið tilbúin til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og mæta fyrirtækinu á erfiðum tímum.

Starfsöryggi félagsmanna FFÍ var eitt af aðaláhersluatriðum samninganefndar í viðræðunum. Með nýjum samningi kom FFÍ til móts við Icelandair í því gjörbreytta landslagi sem blasir við fyrirtækinu og gerir því kleift að auka samkeppnishæfni og sveigjanleika félagsins,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ.

Samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum FFÍ næstkomandi föstudag og verða greidd um hann atkvæði í kjölfarið. Nánari upplýsingar um kosningu samningins verða veittar eins fljótt og auðið er.

Author

Tengdar fréttir