Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Verðbólgan í mars lækkar og mælist 2,1%

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,2% mars og ársverðbólga lækkar úr 2,4% í 2,1% milli mánaða. Mest áhrif til hækkunar í mánuðinum hafa hækkanir á fötum og skóm, reiknaðri húsaleigu og matvöru en á móti vega lækkanir á flugfargjöldum og eldsneyti. Mæling Hagstofunnar á vísitölunni fór fram áður en víðtækum áhrifum af Covid-19 fór að gæta í samfélaginu.

Flugfargjöld og bensín og olíur til lækkunar á vísitölunni

Helstu áhrifaþættir til hækkunar á vísitölunni í mars eru föt og skór sem hækka um 4,5% frá fyrra mánuði (áhrif á vísitölu 0,19%) og reiknuð húsaleiga sem hækkar um 0,9% (áhrif 0,14%). Matvara hækkar um 0,41% milli mánaða (áhrif 0,05%) en þar munar mest um hækkanir á brauði og kornvörum um 0,89%. Þá hækkar verð á bílum um 0,5% (áhrif 0,03%).

Helstu áhrifaþættir til lækkunar á vísitölunni eru flugfargjöld til útlanda sem lækka um 10,1% frá því í febrúar (áhrif á vísitölu -0,15%) og lækkun á bensíni og olíum um 2,6% (áhrif -0,09%). Stór heimilistæki lækka einnig töluvert milli mánaða eða um 2,7% (áhrif 0,03%) og þá lækkar verð á bjór um 2,2% (áhrif -0,02%).

Ekki útlit fyrir verðbólguskot

Nokkuð hefur borið á áhyggjum af vaxandi verðbólgu samhliða veikingu gengis krónunnar. Þó nokkur veiking varð á gengi krónunnar í mars mánuði og sem dæmi hefur gengi Evru hækkað úr 140 kr. í 154 kr. og gengisvísitala mælist nú 8,1% hærri en í upphafi mánaðar. Að svo stöddu er hins vegar ekkert sem bendir til þess að verðbólga fari á flug. Bæði hefur Seðlabankinn getu og vilja til að draga úr þrýstingi á veikingu krónunnar en einnig er líklegt að samdráttur í efnahagslífinu muni draga verulega úr verðbólguþrýstingi. Ákveðnir liðir vísitölu neysluverðs kunna að taka hækkunum á næstu vikum, m.a. vegna veikingar á gengi krónunnar. Á móti kemur að stórir liðir innan vísitölunnar eru líklegir til að lækka, en þar má nefna áhrifa húsnæðisverðs og vaxtalækkana, verð á hrávöru og eldsneyti og verð á margvíslegri þjónustu.

Samkvæmt sviðsmyndum sem Seðlabankinn birti í vikunni er það mat bankans að afleiðingar COVID-19 hefðu áhrif til lækkunar á verðbólgu frá grunnsviðsmynd bankans. Mat Seðlabankinn er að verðbólga geti legið á bilinu 1,4-1,5% á þessu ári borið saman við 1,9% í grunnsviðsmynd. Þær sviðsmyndir sem hagdeild ASÍ hefur skoðaða mv. núverandi forsendur hafa verið á svipaða vegu.

Author

Tengdar fréttir