Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hefur tileinkað 2. desember baráttunni gegn nútímaþrælahaldi en talið er að 25 milljónir manna víða um heim falli nú undir þá skilgreiningu að vera nútíma þrælar. Ástandið var slæmt fyrir Covid faraldurinn og hefur síður en svo lagast eftir að hann skall á.
Meðfylgjandi myndband sem er úr kvikmyndinni El Patron lýsir vel hvernig þetta getur gerst – eitt leiðir af öðru.