Alþýðusamband Íslands leitar að metnaðarfullum hagfræðingi til starfa. Starf hagfræðings felst m.a. í rannsóknum og ráðgjöf á sviði efnahags- og kjaramála auk úttekta og tillögugerðar vegna vinnu samtakanna að velferðar-, skatta- og atvinnumálum. ASÍ leggur áherslu á að umsækjandi hafi faglegan metnað, sýni frumkvæði og geti starfað sjálfstætt en eigi jafnframt auðvelt með að vinna í teymi. Hann sé fær í mannlegum samskiptum og eigi auðvelt með að tjá sig í ræðu og riti.
Starfs- og ábyrgðarsvið
- Rannsóknir á sviði efnahags- og kjaramála
- Greining og úrvinnsla á hagtölum og tölfræði
- Skrif á umsögnum fyrir hönd ASÍ í tilteknum málaflokkum
- Samskipti við skrifstofur aðildarfélaga og landssambanda
- Þátttaka í málefnanefndum ASÍ
- Þátttaka í samstarfi ASÍ við erlend systursamtök og alþjóðasamtök stéttarfélaga
- Frétta- og greinarskrif
- Kynningarmál og fræðsla
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólapróf í hagfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfið. Framhaldsmenntun er æskileg
- Reynsla af þjóðhagsútreikningum, efnahagsspágerð og gerð kjarasamninga er æskileg
- Þekking á tölfræði og hæfni í útreikningum og úrvinnslu tölulegra gagna
- Kostur að hafa færni í meðferð gagna t.d. gegnum eViews, PowerBI og R
- Gott vald á ensku og einu Norðurlandamáli
- Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á:
Róbert E. Farestveit á netfangið robertf@asi.is fyrir 18. nóvember 2022.