Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Ályktun ASÍ-UNG vegna hópuppsagnar Eflingar

Stjórn ASÍ-UNG fordæmir hóp uppsagnir á skrifstofu Eflingar.

Í fyrradag bar til tíðinda innan Verkalýðshreyfingarinnar þegar 57 starfsmönnum Eflingar var sagt upp fyrirvaralaust í fordæmalausum hóp uppsögnum.
Aðgerðir sem þessar stangast á við þau grunngildi sem við störfum eftir innan verkalýðshreyfingarinnar. Fyrir liggur að uppsagnirnar standa á mjög tæpum lagalegum grundvelli og stangast alfarið á við þau siðferðislegu gildi sem við viljum tileinka okkur.

ASÍ-UNG fordæmir þessar hóp uppsagnir í einu og öllu. Verkalýðshreyfingin á að standa vörð um réttindi vinnandi fólks og á að sýna gott fordæmi og tileinka sér þá hegðun sem við viljum að atvinnurekendur á almennum markaði sýni starfsfólki.

En fremur krefst ASÍ-UNG þess að Starfsgreinasamband Íslands taki skýra afstöðu með starfsmönnum Eflingar og aðstoði þá við að leita réttar síns.

(Fulltrúar Eflingar í stjórn ASÍ-UNG tóku ekki þátt í mótun eða afgreiðslu þessarar ályktunar)

Author

Tengdar fréttir