Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Ályktun formannafundar SGS

Í kjarasamningum 2019 lögðu aðildarfélög Starfsgreinasambandsins höfuðáherslu á að hækka lægstu launin. Það var gert með því að semja um krónutöluhækkanir og sérstakar hækkanir á lægstu laun, launataxtanna, en lægri hækkanir á hærri laun. Einnig var lögð áhersla á að skapa forsendur fyrir stöðugu verðlagi og lægri vöxtum til að umsamdar launahækkanir brynnu ekki strax upp með óstöðugleika og hærra verðlagi. Aðildarfélög Starfgreinasambandsins tóku frumkvæði að því að stuðla að stöðugleika með samningum sínum á almenna markaðnum. Kjarasamningar voru góðir og ýttu ekki undir þenslu og stuðluðu að því að lægstu laun hækkuðu til að mæta hækkandi húsnæðiskostnaði.

Hækkun vaxta undanfarinna vikna vekur miklar áhyggjur og getur orðið til þess að samningar bresta.

Árangur náðist sem stefnt var að með hækkun lægstu launa eins og nýútgefin haustskýrsla Kjaratölfræðinefndar sýnir. Um frumkvæðið sem SGS sýndi, með góðum samningum miðuðum að lægst launuðum hópum landsins, reyndist því miður ekki full sátt. Hópar hálaunafólks sóttu hærri hækkanir í samningum sem á eftir fylgdu þar sem launagreiðendur heldu ekki línunni sem var lögð með Lífskjarasamningum almenna vinnumarkaðarins. Er rífleg launahækkun þingmanna þar ofarlega í huga.

Um leið og íslenskt launafólk getur verið stolt af árangri sínum í Lífskjarasamningnum, treystir SGS á að ríkisstjórnin standi við sinn hlut. Sambandið er tilbúið að beita afli sínu til að verja samninginn og mun eftir sem áður sækja fram með sínar réttlátar kröfur og hugmyndir í komandi samningum.

Author

Tengdar fréttir