Ályktun miðstjórnar Alþýðusambands Íslands um kjaramál

Höfundur

Ritstjórn
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. Miðstjórn ASÍ áréttar einnig mikilvægi þess að stjórnvöld etji ekki aðilum vinnumarkaðar saman nú þegar endurskoðun kjarasamninga stendur fyrir dyrum. 
 
Kjaraskerðing ógnar ekki aðeins afkomuöryggi launafólks á krepputímum heldur hefur hún einnig skaðleg áhrif til frambúðar og mun bæði dýpka og lengja kreppuna. Bætt kjör launafólks skila sér bæði í aukinni neyslu, sem er afar áríðandi í samdrætti, og auknu skattfé, enda er launafólk helstu skattgreiðendur landsins. Samtök atvinnulífsins virðast hvorki hafa skilning á þörfum atvinnulífsins né almennings og kjósa heldur að fylgja hugmyndafræðilegri línu sem getur, ef henni er fylgt, haft í för með sér langvinnan skaða fyrir íslenskt efnahagslíf og samfélag. 
 
Miðstjórn ASÍ mun berjast af fullum þunga fyrir kjörum launafólks og fyrir almannahagsmunum í þeirri kreppu sem nú stendur yfir. 
 

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025