Ályktun miðstjórnar ASÍ til stuðnings Palestínu

Höfundur

Ritstjórn

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að íslensk stjórnvöld bregðist af fullum þunga við linnulausum árásum Ísraelshers á Palestínu. Miðstjórn tekur undir með félaginu Ísland-Palestína og fer fram á að íslensk stjórnvöld beiti hnitmiðuðum viðskiptaþvingunum gegn Ísrael þar til árásir á Palestínu hafa verið stöðvaðar og þjóðernishreinsunum hætt.

Íslensk stjórnvöld hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu og aðgerðir verða að fylgja slíkri viðurkenningu. Miðstjórn ASÍ lýsir yfir fullum stuðningi við sjálfstæði Palestínu og telur að viðskiptaþvinganir eigi að vera í gildi þar til hernámi er lokið og tilvist Palestínu að fullu viðurkennd.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025