Ályktun miðstjórnar ASÍ um kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair

Höfundur

Ritstjórn

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands áréttar stuðning sinn við Flugfreyjufélag Íslands sem nú stendur í erfiðri kjaradeilu við Icelandair. Yfirlýsingar stjórnenda Icelandair hafa verið til þess fallnar að grafa undan trausti milli samningsaðila. Icelandair hefur ekki staðfest svo óyggjandi sé að fyrirtækið hyggist ekki ganga framhjá FFÍ líkt og fréttaflutningur í dag hefur gefið til kynna.

Miðstjórn ASÍ minnir á að lífeyrissjóðir vinna eftir fjárfestingarstefnu sem gengur út á að virða kjarasamninga. Lífeyrissjóðum er því ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem ganga gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stunda félagsleg undirboð eða fara gegn samningsfrelsi launafólks. Miðstjórn áréttar kröfu ASÍ um að stjórnvöld gefi út skýr skilaboð þess efnis að opinber stuðningur sem veittur er vegna Covid-kreppunnar gangi ekki til fyrirtækja sem grafa undan stjórnarskrárbundnum réttindum launafólks og starfi stéttarfélaga.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025