Ályktun stjórnar ASÍ-UNG um launaþjófnað

Höfundur

Ritstjórn

28. ágúst 2020

Í skýrslu ASÍ, Íslenskur vinnumarkaður, þar sem fjallað er um erlent launafólk og brotastarfsemi á vinnumarkaði kemur fram að oftast sé brotið á erlendu og ungu launafólki. Á síðasta ári voru gerðar launakröfur upp á rúmlega 60.000.000 kr. fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og það eru eingöngu þau mál sem komu inn á borð stéttarfélaganna!

Hversu lengi ætlum við að láta launaþjófnað viðgangast í íslensku samfélagi?

Ásmundur Einar Daðason, Félags- og barnamálaráðherra og ríkisstjórn lofaði að taka á þessu þegar skrifað var undir Lífskjarasamningana í apríl 2019, en enn hefur ekkert verið gert.

ASÍ-UNG krefst þess að launaþjófnaður verði gerður refsiverður, einnig að staðið verði við þau loforð sem gefin voru út við gerð kjarasamninganna 2019.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025