Ályktun stjórnar ASÍ-UNG um tilfærslu á beinum húsnæðisstuðningi stjórnvalda

Höfundur

Ritstjórn

Stjórn ASÍ-UNG harmar aðgerðir stjórnvalda sem hafa fært beinan húsnæðisstuðning til hinna tekjuhæstu í samfélaginu.

ASÍ-UNG eru samtök ungs launafólks innan ASÍ og er deginum ljósara að aðgerðir eins og skattfrjáls ráðstöfun séreignasparnaðar til niðurgreiðslu húsnæðislána nýtist heldur eldra og tekjuhærra fólki meðan dregið hefur verið úr stuðningi í gegnum vaxtabótakerfið sem nýtist ungu fólki heldur.

ASÍ-UNG stendur vörð um hagsmuni ungs launafólks og krefst þess að stjórnvöld komi fram með aðgerðir sem styðja við ungt og tekjulágt fólk.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025