Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Arnaldur Sölvi nýr hagfræðingur á skrifstofu ASÍ

Arnaldur Sölvi Kristjánsson hefur verið ráðinn í starf hagfræðings á skrifstofu Alþýðusambandsins. Arnaldur Sölvi er með doktorsgráðu í hagfræði frá Háskólanum í Osló ásamt grunn- og framhaldsnám í hagfræði frá Háskóla Íslands og Toulouse School of Economics.

Arnaldur Sölvi hefur undanfarin ár starfað á efnahagsskrifstofu norska fjármálaráðuneytisins. Hann hefur einnig unnið sem sérfræðingur hjá Þjóðmálastofnun við Háskóla Íslands.

Tengdar fréttir