Ásgeir Sverrisson hóf í dag störf á skrifstofu Alþýðusambandsins en hann mun starfa við vinnumarkaðsgreiningar og greiningar tengdum stefnumótun og stöðumati.
Ásgeir, sem er sextugur að aldri, starfaði sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu 1986-2007 og ritstjóri Blaðsins árið 2006. Frá 2007 hefur hann unnið hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. Áður vann hann m.a. við þýðingar og stundakennslu í Tækniskóla Íslands.
Ásgeir er stúdent frá MR, hann nam heimspeki í HÍ og stundaði spænskunám á Spáni.