Ásgeir Sverrisson hefur störf hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Ásgeir Sverrisson hóf í dag störf á skrifstofu Alþýðusambandsins en hann mun starfa við vinnumarkaðsgreiningar og greiningar tengdum stefnumótun og stöðumati.

Ásgeir, sem er sextugur að aldri, starfaði sem blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu 1986-2007 og ritstjóri Blaðsins árið 2006. Frá 2007 hefur hann unnið hjá greiningadeild ríkislögreglustjóra. Áður vann hann m.a. við þýðingar og stundakennslu í Tækniskóla Íslands.

Ásgeir er stúdent frá MR, hann nam heimspeki í HÍ og stundaði spænskunám á Spáni.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025