Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Bjarg og Búseti byggja í Garðabæ

Þann 19. nóvember var tekin skóflustunda að fjölbýlishúsi Bjargs og Búseta við Maríugötu Garðabæ. Um er að ræða tvö fjölbýlishús þar sem Bjarg verður með 22 leiguíbúðir og Búseti 20 búseturéttaríbúðir. Garðabær leggur til stofnframlag vegna þessara bygginga.

Bjarg og Búseti hafa átt samstarf um hönnun og framkvæmdir verkefnisins og hefur verið samið við ÍAV um framkvæmdir.

Haustið 2021 urðu þau tímamót að Bjarg afhenti fimmhundruðustu leiguíbúð félagsins. Nú eru 575 íbúðir í byggingu eða hönnunarferli á vegum Bjargs.

Author

Tengdar fréttir