Á fundi stjórnar VR þann 14. ágúst 2019, var samþykkt tillaga um nýja stjórnarmenn VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna til bráðabirgða. Þá var einnig samþykkt að hefja þegar í stað faglegt umsóknarferli framtíðarstjórnarmanna félagsins hjá lífeyrissjóðnum.
Tillagan sem borin var upp og samþykkt með 14 atkvæðum gegn 1 var um eftirfarandi aðila til setu í stjórn lífeyrissjóðsins og að hafið yrði strax faglegt umsóknarferli um framtíðarstjórn sem tæki við af neðangreindum aðilum við fyrsta hentugleik:
Aðalmenn
Bjarni Þór Sigurðsson
Guðrún Johnsen
Helga Ingólfsdóttir
Stefán Sveinbjörnsson
Varamenn
Sigríður Lovísa Jónsdóttir
Björn Kristjánsson
Selma Árnadóttir
Oddur Gunnar Jónsson