Ekki heimilt að slíta ráðningarsamningum bótalaust með vísan til reglna um force majeure

Höfundur

Ritstjórn

COVID-19 faraldurinn og ráðstafanir stjórnvalda vegna hans geta haft veruleg áhrif á efndir samninga, þar með talið ráðningarsamninga. En eru áhrifin slík að launagreiðandi geti sagt sig fyrirvaralaust og án bóta frá efndum á ráðningarsamningi við starfsmann sinn á grundvelli reglna um force majeure (óviðráðanlegir atburðir) þar sem ekki sé lengur þörf fyrir vinnuframlag hans?

Í grein sem lögfræðingur ASÍ ritar á vef sambandsins kemur fram það álit hans, að ekki sé heimilt að víkja til hliðar ákvæðum kjarasamninga um uppsagnarfresti með vísan til force majeure af völdum COVID-19. Það sé hvorki heimilt á grundvelli almennra og ólögfestra reglna um force majeure eða með vísan til 1.mgr. 3.gr. laga nr. 19/1979 nema hvað varðar hráefnisskort hjá fiskiðjuverum og líklega ef vörur skortir til upp- eða útskipunar.

Hér má lesa nánar um þetta mál

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025