Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus samþykktu kjarasamning sem undirritaður var 10. maí með 99% greiddra atkvæða.
Af þeim 118 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu 117 eða 99,15% já. Aðeins einn greiddi atkvæði gegn samningnum eða 0.85%. Enginn skilaði auðu.
Atkvæðagreiðslan var rafræn og stóð frá hádegi mánudaginn 18. maí til hádegis föstudaginn 22. maí.
„Með þessum samningi náðust sambærilegar kjarabætur fyrir félagsmenn okkar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus og í samningum Eflingar við Rvk, ríki og Faxaflóahafnir. Við hljótum að fagna því og ég er stolt af staðfestu félagsmanna okkar í verkfallsaðgerðum á erfiðum tímum þar sem samstaðan og baráttuviljinn skilaði þeim sanngjarnri leiðréttingu og betri kjörum” segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.