Kosningu um kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Icelandair ehf. er lokið og niðurstöður rafrænna kosninga liggja fyrir.
Á kjörskrá voru 921. Atkvæði greiddu 786 eða 85,3 %.
JÁ sögðu 208 eða 26,46 %.
NEI sögðu 571 eða 72,65 %.
AUÐIR voru 7 eða 0,89 %.
Samningur hefur verið FELLDUR. Viðræður viðsemjenda verða teknar upp að nýju svo fljótt sem auðið er.
Stjórn og samninganefnd FFÍ þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð eða 85,3% og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi. Það að nýr kjarasamningur hafi verið felldur með afgerandi hætti sýnir vel að félagsmenn telja of langt gengið í þeim hagræðingarkröfum sem fólust í nýjum samningi. Stjórn og samninganefnd mun nú fara yfir málið og mæta á fund ríkissáttasemjara þegar til hans verður boðað með ríkan samningsvilja líkt og áður.