Í haust verður kosið til Alþingis en nýs þings bíður það risavaxna verkefni að byggja upp samfélagið eftir Covid kreppuna. Hvernig til tekst við þá uppbyggingu skiptir launafólk og alla Íslendinga miklu máli. Alþýðusamband Íslands birti í byrjun maí ákall til frambjóðenda til Alþingis um að byggja samfélagið upp með sjálfbærni, jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi. Því fylgir mikil ábyrgð að varða veginn frá faraldri til farsældar.
Einn liður í því að byggja samtalsbrú frá verkalýðshreyfingunni yfir til stjórnmálaflokkanna eru viðtöl sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, mun taka við formenn stjórnmálaflokkanna á næstu vikum. Fyrsta viðtalið var við Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar, næst ræddi hún við Gunnar Smára Egilsson frá Sósíalistaflokknum og þriðja í röðinni var Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata.
Smellið hér til að sjá viðtölin