Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG 2024

Dagana 11.-12. apríl síðastliðinn fóru fram fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG sem voru haldnir á Marriot hótel í Keflavík.

Stjórn ASÍ-UNG stóð fyrir viðburðinum og sóttu hann um 30 manns. Málefni fræðslu- og tengsladagana í ár var var framtíð vinnumarkaðarins.

Erindi fluttu:

Aleksandra Leonardsdóttir, starfsmaður ASÍ í fræðslu og inngildingu. Erindi hennar fjallaði um innflytjendur.

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, starfsmaður ASÍ í jafnréttismálum. Erindi hennar fjallaði um jafnréttismál.

Auður Alfa Ólafsdóttir, starfsmaður ASÍ í Verðlagseftirlit ASÍ og umhverfis- og neytendamál. Erindi hennar fjallaði um umhverfismál.

Sigmundur Halldórsson, starfsmaður Landssambands Íslenskra verzlunarmanna. Erindi hans fjallaði um atvinnulýðræði.

Einnig fluttu erindi þau Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG.

Fræðslu og tengsladagarnir í ár voru öðruvísi fyrir þær sakir að í ár var ungum félagsmönnum í aðildarfélögum BSRB einnig boðið að taka þátt í viðburðinum. Tókst það með ágætum og er vonandi fyrsta skrefið í átt að en frekari samvinnu ungs fólks á vinnumarkaði.

Author

Tengdar fréttir