ASÍ-UNG stendur fyrir fræðslu- og tengsladögum á Hótel Stracta 30. – 31. mars n.k. Yfirskrift daganna að þessu sinni er „Stefnumótun og framtíðarsýn ASÍ-UNG og ungs fólks á vinnumarkaði“. Viðburðurinn er opinn öllum á aldrinum 16 – 35 ára sem eru í félögum sem aðild eiga að ASÍ og hafa áhuga á verkalýðsmálum og hagsmunum ungs fólks á vinnumarkaði.
Skráning skal fara fram í gegnum netfangið asiung@asi.is fyrir lok dags 15. mars n.k. Boðið verður upp á enska-íslenska túlkun. Sé þess óskað að notast við túlkun skal taka það fram við skráningu.
Þátttakendur bera ferða- og gistikostnað sjálfir, að undanskildum kvöldverði 30. mars sem ASÍ-UNG býður upp á.
Hvetjum áhugasamt fólk til þátttöku.
Allar frekari upplýsingar veitir formaður ASÍ-UNG, Ástþór í síma 841-0199.