Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Fyrir lýðræði og réttindum launafólks gegn hægri öfgum

Drífa Snædal, forseti ASÍ, hélt ræðu á þingi ETUC í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“.
Drífa byrjaði á að lýsa stuðningi við inngang áætlunarinnar og þá hugmyndafræði sem hún endurspeglar um að öfgar sem nú vaða uppi í Evrópu eru afleiðing af djúpstæðum vanda en ekki orsökin. „Við ræðum hvernig við getum varið og stuðlað að auknu lýðræði. Öfgarnar birtast með mismunandi hætti frá einu landi til annars en við vitum öll að fólk er allstaðar eins: „Við viljum öryggi, frið og réttinn til vinnu og sjá fyrir okkur sjálf.“

Drífa vísaði síðan til efnahagshrunsins á Íslandi fyrir rúmlega tíu árum þar sem sem bankarnir urðu gjaldþrota á innan við viku og afleiðingarnar voru fjölda atvinnuleysi, mikil verðbólga með hruni í kaupmætti og skuldum heimilanna. Í kjölfarið fylgdi mikil pólitísk ólga og andóf gegn hefðbundnum stjórnmálaflokkum og stofnunum samfélagsins.

Drífa benti hins vegar á hægri öfgastefna hafi ekki náð fótfestu á Íslandi enn sem komið er. Hún þakkaði það meðal annars þeirri staðreynd að eftir hrunið komst vinstri stjórn til valda sem með samtali við aðila vinnumarkaðarins setti sér markmið um að verja lágmarkslaun, félagsleg réttindi launafólks og velferðarkerfið í stað niðurskurðar og árása á réttindi launafólks sem var veruleikinn víða annar staðar í Evrópu. „Við lögðum ekki mælikvarða kapítalismans og peninganna til grundvallar við mat á grunngildum okkar, hornsteinum velferðarkerfisins, sem var hlutskipti margra annarra ríkja sem urðu illa úti í kreppunni.“
Það væri líka eldsneyti þeirra hægri öfgaafla sem nú rísa víða, niðurskurður í velferðarkerfum, einkavæðing og veiking grunnstoðanna.

Drífa áréttaði að kjarninn í starfi stéttarfélaganna er verja þá velferð sem við höfum sameiginlega byggt upp og að gera engar málamiðlanir þegar kemur að velferðinni eða sameiginlegum grunnstoðum og hvernig við virðum réttinn til að taka ákvarðanir. Við stöndum frammi fyrir öflum sem vilja ræna okkur sameiginlegum auðlindum okkar, öflum sem eru þau næst öfugustu í heiminum, auðmagninu. Aðeins samstaða alþýðunnar er sterkari.“

Author

Tengdar fréttir