Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Griðrof

Breytingar á lögum nr. 80/1938 á árinu 1996, m.a. um miðlunartillögur og atkvæðagreiðslur voru gerðar í fullkominni andstöðu við ASÍ. Af því tilefni var rit það gefið út sem skoða má með þessari frétt og ber heitið „GRIÐROF“.

Ýmsir einstaklingar hafa bæði tjáð sig í ræðu og riti undanfarið og ranglega haldið því fram að skýrsla vinnuhóps félagsmálaráðherra frá 1995 hafi falið í sér sátt um breytingar. Því fer víðsfjarri að svo hafi verið og nánast um sögufölsun að ræða. Lögfræðingar ASÍ og ýmissa aðildarsamtaka tóku saman álit um þessi efni og niðurstaða þeirra var gallhörð gagnrýni á lögmæti margra þeirra tillagna sem gerðar voru. Haldinn var sérstakur fundur formanna allra aðildarfélaga ASÍ í mars 1996 og harðorð ályktun samþykkt. Skömmu síðar lá fyrir álit Lagastofnunar Háskóla Íslands þar sem m.a. kemur fram það álit að krafa um tiltekið hlutfall mótatkvæða þurfi til þess að fella miðlunartillögu feli í sér „hætt[u] á að það teljist ekki samrýmast rétti manna til frjálsra samninga samkvæmt alþjóðasáttmálum“.  Í lögum nr. 33/1978 um sáttastörf hafði verið ákvæði um 35% þátttöku í atkvæðagreiðslu en meirihluti atkvæða skyldi ráða niðurstöðu en niðurstaða Alþingis við breytinguna 1996 var að 25% félagsmanna þyrftu að hafna miðlunartillögu. M.a. vegna þessarar hörðu gagnrýni mótaðist það verklag að ekki væri farið fram með miðlunartillögur með þeim hætti sem nú hefur verið gert.

GRIÐROF!

Author

Tengdar fréttir