Svið stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ hefur unnið mánaðaryfirlit, svokallaða hagvísa, fyrir miðstjórn sambandsins sem er nú aðgengilegt á í heimasíðu ASÍ í hverjum mánuði. Í mánaðaryfirlitinu má m.a. finna samantekt á hagtölum, greiningum og rannsóknum. Í síðasta riti var m.a. umfjöllun um niðurstöður þjóðhagsreikninga fyrir árið 2020 og samantekt á verðbólgu og launavísitölunni í byrjun árs.