Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Kjarasamningur Eflingar og SFV samþykktur

Kjarasamningur Eflingar við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þriggja sólarhringa rafrænni atkvæðagreiðslu lauk 2. júlí. Af 1.960 félagsmönnum sem voru á kjörskrá greiddu 342 atkvæði, eða 17,45%.

Já sögðu 290 eða 84,8%
Nei sögðu 40 eða 11,7%
12 tóku ekki afstöðu, eða 3,5%

Samningurinn var kynntur á vefnum og á fundi með félagsmönnum, en hann er áþekkur þeim samningi sem undirritaður var við ríkið 7. mars síðastliðinn.

Author

Tengdar fréttir