Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Leiðrétting vegna tveggja frétta Markaðarins í Fréttablaðinu

Í Markaðnum í Fréttablaðinu birtust tvær fréttir í lok síðasta mánaðar sem nauðsynlegt er að gera athugasemdir við. Sú fyrri birtist 28. apríl en hin daginn eftir. Báðar fjölluðu þær um greiningu Jakobsson Capital á áhrifaþáttum verðbólgu og um meint ummæli starfsmanns ASÍ í tengslum við verðlag. Ummæli sem starfsmaður ASÍ viðhafði aldrei.

Í fyrri fréttinni var fullyrt að starfsmaður ASÍ héldi því fram að álagning smásölufyrirtækja hefði hækkað. 

Daginn eftir birtist önnur frétt í Fréttablaðinu þar sem rætt var við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu þar sem hann svarar þessum meintu ummælum ASÍ sem aldrei hvoru sögð. Í fréttinni segir að Andrés að það sé athyglisvert hvernig verðlagseftirlit ASÍ lesi í stöðuna.  

Þessi meintu ummæli sem Fréttablaðið greindi frá og sagði að greiningin hafi vísað í eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Útgangspunktur beggja frétta er því rangur.

Hið rétta er að verðlagseftirlit ASÍ hefur bent á að aukin eftirspurn eftir ýmissi vöru og þjónustu í Covid hafi leitt til veltuaukningar hjá mörgum fyrirtækjum. Þá séu ýmsir aðrir þættir í rekstrarumhverfi fyrirtækja hagstæðir um þessar mundir sem ætti að koma í veg fyrir að auknum kostnaði af öðrum rekstrarþáttum sé velt út í verðlag.

Markaðurinn hjá Fréttablaðinu leiðrétti fréttirnar eftir að ASÍ hafði samband en eftir standa svör Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, við ummælum sem voru aldrei sögð. ASÍ hefur haft samband við samtökin og óskað eftir að fréttin verði tekin af vefsíðu þeirra.

Nauðsynlegt er að umræðan byggi á staðreyndum og sé ekki afvegaleidd með röngum upplýsingum.

Author

Tengdar fréttir