Leigjendur hjá Bjargi íbúðafélagi, sem ASÍ og BSRB stofnuðu árið 2016, eru nú komnir vel yfir eitt þúsund í alls um 440 íbúðum, samkvæmt upplýsingum frá Bjargi.
Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða og hefur það að markmiði að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í ASÍ og BSRB, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.
Félagið hefur þegar afhent íbúðir á nokkrum stöðum í Reykjavík, sem og á Akranesi, í Þorlákshöfn og á Akureyri og mun á þessu ári einnig afhenda íbúðir á Selfossi. Í dag eru um 240 íbúðir í byggingu og 374 til viðbótar á undirbúningsstigi.
Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðarfélag, þar með talið þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að sækja um íbúð, má finna á vef félagsins. Þar er einnig hægt að fylla út umsókn um íbúð.