Heilbrigðismál sem kosningamál
Hótel Nordica, 14. september 2021 kl. 14.00–17.00
„Heilbrigðismál eru kosningamál,“ bergmálar í fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda Alþingiskosninga. Heilbrigðiskerfið hefur gengið í gegnum mikla þolraun á síðustu misserum. En jafnvel þótt heimsfaraldrinum linni er krísa heilbrigðisþjónustunnar langt í frá í baksýnisspeglinum. Þetta kjörtímabil hafa heilbrigðismálin öðru fremur litast af heimsfaraldrinum, en einnig af uppbyggingu heilsugæslunnar, rekstrarvanda Landspítalans, úrræðaleysi í málefnum aldraðra, afleiðingum af þjónustuskerðingu á landsbyggðinni og átökum um umfang og eðli einkarekinnar læknisþjónustu. Almenningur styður öflugt, opinbert heilbrigðiskerfi en háværar raddir í stjórnmálaumræðunni leggja til frekari markaðsvæðingu heilbrigðisþjónustunnar, þvert á vilja kjósenda.
Á þessu málþingi verður fjallað um heilbrigðismál út frá hagsmunum og réttindum almennings. Hvernig tryggjum við jafnt aðgengi og góða heilbrigðisþjónustu? Hvaða áhrif myndi aukin markaðsvæðing heilbrigðiskerfisins hafa? Í lok málþingsins fá fulltrúar stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis tækifæri til að koma kosningaáherslum sínum í heilbrigðismálum á framfæri.
Málþingið er skipulagt í samvinnu ASÍ og BSRB og haldið á Hótel Nordica eftir því sem fjöldatakmarkanir leyfa en einnig sent út í streymi á eftirfarandi hlekk: https://livestream.com/accounts/5108236/events/9839903
Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku með því að smella á þennan hlekk (útrunnið).
Hlekkur á streymi frá málþinginu
Boðið verður upp á túlkun milli íslensku og ensku.
Dagskrá
14:00 – 15.15
- Drífa Snædal, forseti ASÍ, opnar ráðstefnuna
- Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og fyrrum landlæknir „Að efla grunnþjónustuna: Hvað hefur tekist vel til og hvað vantar upp á?“
- Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur hjá ASÍ „Bilið sem þarf að brúa: ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum“
- Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar Landspítalans „Að velja sjúklinga: um áhrif ólíkra rekstrarforma á öldrunarþjónustu“
- Arnar G. Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífandi „Að fæða, þroskast, veikjast og eldast … úti á landi“
- Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar – stéttarfélags í almannaþjónustu „Áhrif einkavæðingar á starfsfólk“
- Fyrirspurnir til frummælenda
15:15 – 15:30 Kaffihlé
15.30 – 17.00
- Vivek Kotecha endurskoðandi og ráðgjafi: „Hvert rata peningarnir? Um fléttur fyrirtækja sem sinna almannaþjónustu“
- Róbert Farestveit, sviðsstjóri sviðs stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ „Er nóg til? Leiðir til að fjármagna mannsæmandi heilbrigðisþjónustu“
- Fyrirspurnir til frummælenda
- Sjónarmið stjórnmálaflokkanna: Fulltrúi allra flokka fá 2 mínútur til að bregðast við umræðunum.
- Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB slítur ráðstefnunni
Málþingsstjóri: Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar Vinnumarkaðarins