Meðalíbúðin kostar nú tólfföld lágmarkslaun

Höfundur

Ritstjórn

Mánaðaryfirlit sviðs stefnumótunar og greiningar í apríl fjallar um þróun húsnæðismarkaðar.

Ekkert lát er á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og ekki verða greind teikn um að þeirri þróun verði snúið við á næstunni. Þrátt fyrir talsverða hækkun launa hefur verð á húsnæði farið vaxandi umfram tekjuþróun og er nú svo komið að 85 fermetra íbúð kostar um tólfföld árslaun þeirra sem lægstar tekjur hafa borið saman við tíföld árið 2011.

Í yfirlitinu er að finna ítarlega greiningu á þróun þessa markaðar síðustu ár og segir þar að hækkunartaktur húsnæðisverðs síðustu mánuði sé hinn mesti frá 2018. Á ársgrundvelli hefur fjöldi kaupsamninga ekki verið meiri frá 2007.

Í yfirlitinu er einnig að finna greiningu á stöðu láglaunafólks með tilliti til þróunar leigumarkaðar.

Mánaðaryfirlitið má nálgast í heild sinni hér.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025