Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Mikill stuðningur við kjarasamning SGS og SA

Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur verið samþykktur með miklum meirihluta hjá þeim 17 félögum sem aðild eiga að honum.  

Í fréttatilkynningu frá SGS kemur fram að 85,71% þeirra sem afstöðu tóku hafi samþykkt kjarasamninginn. Ellefu prósent voru honum andvíg og rúm þrjú prósent tóku ekki afstöðu. Kjörsókn var 16,56% en á kjörskrá voru 23.711 manns. 

Samningurinn var samþykktur með yfir 80% atkvæða í 15 aðildarfélögum af 17.  

Starfsgreinasamband Íslands undirritaði nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann 3. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki félagsmanna í atkvæðagreiðslu. Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hófst föstudaginn 9. desember kl. 12:00 og lauk á hádegi í dag, mánudaginn 19. desember. 

Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. 

Aðild að samningnum eiga eftirfarandi félög: 

AFL Starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Stéttarfélagið Samstaða, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagið Hlíf. 

 

Tengdar fréttir