Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Nýr verkefnastjóri hjá ASÍ

Hallur Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá ASÍ tímabundið vegna átaksverkefnis sem gengur út á að koma áherslum ASÍ skipulega á framfæri í tengslum við alþingiskosningar 2021.

Hallur er lærður kvikmyndaframleiðandi frá The American Film Institute í Los Angeles, hann vann lengi við kvikmyndir og sjónvarp á Íslandi, var leikhússtjóri Loftkastalans í 10 ár en það leikhús olli byltingu í kynningar- og markaðsstarfi hjá leikhúsunum í landinu. Þá var hann var dagskrárstjóri Bylgjunnar um tíma en hefur hin síðari ár unnið sem leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi.

Hallur mun starfa hjá Alþýðusambandinu fram að alþingiskosningunum 25. september nk.

Tengdar fréttir