Í aðdraganda kosninga stendur Alþýðusamband Íslands fyrir pallborðsumræðum þar sem rætt verður við forystufólk þeirra stjórnmálaflokka sem eru í framboði. Umræðurnar verða á Hótel Hilton Nordica (stóra sal), fimmtudaginn 9. september og hefjast kl 11:00.
Sérstaklega verða til umfjöllunar þau helstu áherslumál sem varða íslenskt launafólk. Umræðunum stýrir Kristján Kristjánsson.
MÆTING Í SAL
Í boði verða 200 sæti í sal og er áhugasömum sérstaklega bent á að skrá sig til þátttöku í húsi á þessari slóð:
RAFRÆN ÚTSENDING
Umræðurnar verða einnig sendar út rafrænt og hægt verður að fylgjast með þeim með því að smella hér.