Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Ráðstefna um hagnýtingu og mansal á vinnumarkaði

Dagana 7. og 8. desember fór fram ráðstefna í Stokkhólmi um hagnýtingu (e. exploitation) og mansal á vinnumarkaði. Ráðstefnuna sóttu 11 fulltrúar frá ASÍ og stéttarfélögunum. Þar var fjallað um árangur Evrópulanda í baráttunni gegn vinnumansali, mismunandi löggjöf og áherslur ríkjanna og hvað hefur reynst árangursríkast til þess að tryggja að þolendur mansals hljóti vernd og að gerendur séu sóttir til saka. Athygli var dregin að Finnlandi og Belgíu í þessu samhengi en þau þykja vera leiðandi í baráttunni gegn vinnumansali um þessar mundir.

Verkefnisstjóri vinnustaðaeftirlits kynnti vinnustaðaeftirlit íslensku stéttarfélaganna í einni af málstofum ráðstefnunnar. Málstofan bar heitið: „Mandates, roles and responsibilities – successful practices of labour inspectorates in Europe“ og þar kynntu fulltrúar Finnlands og Belgíu, auk Íslands, eftirlitsmódel sinna ríkja.

Auk fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar sátu einnig ráðstefnuna tveir fulltrúar Samtaka atvinnulífsins. Hér má sjá vefsíðu viðburðarins: https://cbss.org/lethb/

Tengdar fréttir