Samið í Straumsvík

Höfundur

Ritstjórn

Fimm stéttarfélög starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík skrifuðu í gærkvöldi undir kjarasamning við ÍSAL. Samningurinn er til eins árs og fer nú til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem eru um 400. Fimm stéttarfélög standa að samningunum, þ.e. félagsmenn rafeindavirkja, Félags íslenskra rafvirkja, FIT, VM og Hlífar.

Kolbeinn Gunnarsson, formaður stéttarfélagsins Hlífar sagðist í samtali við Rúv vera nokkuð sáttur við efni samningsins. Vilji og krafa stéttarfélaganna hafi verð að lengri samningar yrðu gerðir, en þetta hafi verið lendingin og engin áform um lengri samning hafi verið á borðinu af hálfu viðsemjenda.

Kolbeinn segir samninginn í samræmi við Lífskjarasamninginn og hann fari nú í rafræna atkvæðagreiðslu sem á að vera lokið fyrir 13.nóvember.

Tengdar fréttir

  • Aðgerðir tengdar kjarasamningum taka gildi

    Við gerð kjarasamninga gerði verkalýðshreyfingin kröfur á stjórnvöld um aðgerðir…

    Ritstjórn

    5. jún 2024

  • Mikill stuðningur við kjarasamning SGS og SA

    Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur verið…

    Ritstjórn

    19. des 2022

  • Vörukarfa ASÍ hækkaði í 6 af 8 verslunum á 6

    Á 6 mánaða tímabili, frá lokum mars 2021 fram í…

    Ritstjórn

    15. okt 2021