Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Skrifað undir kjarasamning við Norðurál í gærkvöldi

Samningar hafa tekist í kjaradeilu nokkurra stéttarfélaga innan ASÍ við Norðurál eftir 10 mánaða langar kjaraviðræður. Það voru RSÍ, FIT, VR VLFA og StéttVest sem skrifuðu undir kjarasamning við Norðurál. Kjarasamningurinn skilar svipuðum launabreytingum og fólust í Lífskjarasamningunum.

Samningurinn mun fara í kynningu á meðal félagsmanna verkalýðsfélaganna sem standa að kjarasamningnum á næstu dögum.

Author

Tengdar fréttir