Skýrsla ASÍ um íslenskan vinnumarkað

Höfundur

Ritstjórn
Í nýrri skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað er að finna umfangsmiklar greiningar og ítarlega er fjallað um áhrif heimsfaraldurs kórónuveiru (COVID-19) á íslenskt hagkerfi og vinnumarkað. 

Í skýrslunni kemur fram að erlent launafólk er sá hópur sem orðið hefur fyrir mestum búsifjum af völdum faraldursins. Rúm 40% þeirra sem nú eru á atvinnuleysisskrá eru erlendir ríkisborgarar. Þeir voru um 20% starfandi á vinnumarkaði áður en COVID-19 reið yfir.   

Faraldurinn hefur lagst með fullum þunga á ferðaþjónustuna í landinu sem kunnugt er. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að  viðvörunarljós voru þegar tekin að blikka á íslenskum vinnumarkaði áður en útbreiðsla Covid-19 hófst. Ólíkt aðstæðum í kjölfar bankahrunsins 2008 var þó nokkurt atvinnuleysi og langtímaatvinnuleysi áður en Covid-19 gerði vart við sig.

Í skýrslunni kemur fram að sérstakt áhyggjuefni sé að einstaklingum utan vinnumarkaðar fari fjölgandi. Ungmennum sem eru hvorki starfandi né í námi hefur fjölgað ásamt því að vaxandi hlutfall hverfur brott af vinnumarkaði vegna örorku og tímabundinna veikinda.

Langtímaatvinnuleysi er talið munu fara vaxandi og almennt eru dökkar horfur á íslenskum vinnumarkaði. 

Það er mat ASÍ að brýnt sé að bregðast við atvinnuleysinu sem er af áður óþekktri stærð hér á landi. Í skýrslunni er lagt til að bótatímabil atvinnuleysistrygginga verði lengt, grunnbætur af dagvinnutekjutryggingu verði hækkaðar og hlutabótum verði viðhaldið svo lengi sem þörf er á. Að auki sé aðkallandi að fjárfesta í þjónustu og úrræðum til að virkja atvinnuleitendur og efla færni þeirra. Þá þurfi að bregðast sérstaklega við vanda þeirra ungmenna sem  hvorki eru starfandi né í námi.  
 
 

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024