Stjórn VR lýsir yfir trúnaðarbresti

Höfundur

Ritstjórn

Á fundi stjórnar VR í gær, þriðjudaginn 18. júní 2019, var samþykkt að boða til fundar fulltrúaráðs VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LIVE) þar sem verði borin upp tillaga um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í LIVE.

Þessi ákvörðun kemur til vegna þess að stjórn VR telur að trúnaðarbrestur hafi orðið meðal stjórnarmanna VR hjá LIVE við félagið, stefnu þess og nýgerðan lífskjarasamning og kemur í kjölfar samþykktar stjórnar LIVE um hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðfélagalána úr 2,06% í 2,26%. Þessi ákvörðun sé óskiljanleg í ljósi þeirra gríðarlega miklu áherslu sem lögð var á vaxtalækkanir í nýgerðum kjarasamningum sem hefur síðan orðið af. Þá er mótmælt harðlega að samhliða vaxtahækkun hafi einnig verið tekin ákvörðun um að hætta að hafa ákvarðanir um breytingar á vöxtum í föstu opnu ferli og færa það einhliða til stjórnar LIVE. Slíkt sé dæmi um spor afturábak.

Boðað verður til fundar í fulltrúaráði VR hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna þar sem lögð verður fram tillaga að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna og ný stjórn verði skipuð til bráðabirgða.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024