Það er nóg til – spurningaleikur alþýðunnar

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusambandið kynnir hinn stórskemmtilega spurningaleik alþýðunnar, Það er nóg til!

Nú yfir hásumarið, þegar landsmenn flestir eru í fríi, eða á leið í frí er oft mikið um skemmtilegar samverustundir. Alþýðusambandið tók saman nokkrar skemmtilegar spurningar og útbjó spurningaleik sem gaman gæti verið að spreyta sig á í fríinu (eða bara hvenær sem er). Hér er á ferðinni spurningabanki sem getur nýst í geysispennandi spurningakeppnir við fjölskyldu og vini. Svo er líka bara hægt að keppa við sjálfan sig og fylgjast með stigunum detta í hús.

Spurningaleikurinn hentar bæði fyrir einstaklinga og hópa og hægt er að leika sér á marga vegu með spurningarnar. Hugmyndir að nokkrum útfærslum eru í upphafi leiks, en keppendur geta líka útfært eigin keppnir. Rétt er að nefna að lagt var upp með að setja saman spurningasafn sem hentaði vel fyrir hópa og gætu sumir spurningapakkarnir því verið lítillega snúnir fyrir einstaklinga.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025