Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Útlínur klárar að nýjum kjarasamningi SGS við ríkið

Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins og Samninganefnd ríkisins náðu samkomulagi um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi í gær hjá ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið undanfarna mánuði og hefur m.a. verið að störfum vinnuhópur aðila á opinberum markaði um breytingar á fyrirkomulagi vaktavinnu. Endanlegar tillögur starfshóps liggja ekki fyrir. Þegar þær eru frágengnar kemur samninganefnd SGS saman, vonandi strax eftir helgi, og tekur samninginn til umræðu og afgreiðslu. Ekki er hægt að gefa neinar upplýsingar um einstök atriði samkomulagsins fyrr en að lokum fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins.

Tengdar fréttir