Varða fær styrk til að rannsaka stöðu láglaunakvenna

Höfundur

Ritstjórn

Hópur rannsakenda frá Háskólanum á Akureyri, Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri hlutu á dögunum fjögurra milljóna króna styrk úr Jafnréttissjóði til að rannsaka stöðu láglaunakvenna á íslenskum vinnumarkaði.

Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Hug- og félagsvísindasvið, fer fyrir rannsóknarhópnum. Auk hennar eru í hópnum Andrea Hjálmsdóttir, lektor við Hug- og félagsvísindasvið, Bergljót Þrastardóttir, lektor við Kennaradeild og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Verkefnið ber titilinn Working-Class women, Wellbeing and the Welfare State: New Evidence from the Icelandic Context. Staða láglaunakvenna á íslenskum vinnumarkaði verður skoðuð með tvennskonar hætti. Annars vegar verður kannað hvernig ólíkir þættir sem tengjast vinnu og fjölskyldulífi hafa áhrif á líkamlega og andlega velferð kvenna á Íslandi og samspil þess við félags- og efnahagslega stöðu þeirra. Hinsvegar er rannsókninni ætlað að koma á framfæri reynslu láglaunakvenna af velferðarkerfinu og hlutverki þess í að sporna við félagslegum ójöfnuði.

Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og Anna Soffía Víkingsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025