Verðbólga 2,7% í nóvember

Höfundur

Ritstjórn

Vísitala neysluverðs er 472,8 stig í nóvember samanborið við 472,2 stig í október og hækkar um 0,13% milli mánaða. Ársverðbólgan lækkar og mælist 2,7% í nóvember samanborið við 2,8% í október. Vísitala án húsnæðis stendur í stað milli mánaða og er 402,9 stig eða 2,4%.

Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni í nóvember hefur hækkun á reiknaðri húsaleigu um 0,7% (áhrif á vísitölu 0,12%). Aðrir liðir sem hækka milli mánaða eru matur og drykkjarvara um 0,3% og húsgögn og heimilisbúnaður um 1,4%.

Mest áhrif til lækkunar hafa flugfargjöld til útlanda sem lækka um 11,2% (áhrif á vísitölu -0,16%). Næst mest áhrif hefur lækkun á bílum um 1% (áhrif á vísitölu 0,05%). Þá lækkar liðurinn póstur og sími lítillega eða um 0,32% sem og hótel og veitingastaðir um 0,28%.

Tengdar fréttir

  • Aðgerðir tengdar kjarasamningum taka gildi

    Við gerð kjarasamninga gerði verkalýðshreyfingin kröfur á stjórnvöld um aðgerðir…

    Ritstjórn

    5. jún 2024

  • Mikill stuðningur við kjarasamning SGS og SA

    Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur verið…

    Ritstjórn

    19. des 2022

  • Vörukarfa ASÍ hækkaði í 6 af 8 verslunum á 6

    Á 6 mánaða tímabili, frá lokum mars 2021 fram í…

    Ritstjórn

    15. okt 2021