Verðbólga lækkar og mælist 2,0% í desember

Höfundur

Ritstjórn

Vísitala neysluverðs er 473,3 stig samanborið við 472,8 stig í nóvember og hækkar um 0,11% milli mánaða. Ársverðbólgan lækkar og mælist 2,0% samanborið við 2,7% í nóvember. Vísitala húsnæðis hækkar um 0,27% síðan í nóvember og mælist nú 404,0 stig samanborið við 402,9 stig í nóvember.

Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni í desember hafa flugfargjöld til útlanda (áhrif á vísitölu 0,12%). Þá hækkar liðurinn húsgögn og heimilisbúnaður um 0,91% milli mánaða en þar vegur hækkun á stórum heimilistækjum upp á 2,62% þungt. Þá hækkar liðurinn föt og skór um 0,77% milli mánaða.

Mest áhrif til lækkunar á vísitölunni hefur kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) sem lækkar um 0,5% (áhrif á vísitölu -0,08%). Mat- og drykkjarvörur lækka um 0,46% á milli mánaða en þar vegur 3,56% lækkun á lambakjöti, nýju eða frosnu, þungt.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025