Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Verðbólga mælist 6,2% í febrúar

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,16% í febrúar. Verðbólga mælist nú 6,2% og hækkar um 0,5 prósentur milli mánaða. Sé horft framhjá áhrifum húsnæðiskostnaðar mælist verðbólgan 4,2%. Verðbólga hefur ekki mælst hærri frá byrjun árs 2012.

Verðmæling í febrúar einkennist jafnan af útsöluáhrifum sem ganga til baka ásamt því að nýjar vörur koma í sölu. Mest hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði í febrúar, eða um 7,5% (0,47% vísitölu áhrif). Kostnaður við eigið húsnæði um 1,2% (0,22%),verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (0,11%). Til lækkunar komu flugfargjöld til útlanda um 9,7% (-0,14%).

Séu verðbreytingar skoðaðar á ársgrundvelli mælist mesta hækkunin á eldsneytisverði, eða um 20%. Kostnaður við eigið húsnæði hefur hækkað um 13,2%. Innlendar vörur hafa hækkað á bilinu 5,3-5,9% á meðan innfluttar vörur hafa hækkað um 4,1%. Vísitöluáhrif eru hins vegar mest af hækkun húsnæðiskostnaðar sökum mikils vægis í útgjöldum heimila.

Author

Tengdar fréttir