Verðbólgan enn á uppleið – mælist nú 3,6%

Höfundur

Ritstjórn

Verðlag hækkaði um 0,21% í maí samkvæmt nýrri mælingu Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs og mælist ársverðbólga nú 3,6%. Hækkun á verðlagi í maí skýrist að mestu af hækkun á bensíni og matvöru en á móti vega lækkanir á flugfargjöldum til útlanda. Hægt hefur á hækkun húsnæðis en vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,2% frá fyrra mánuði og hefur á síðustu 12 mánuðum hækkað um 3,1%.

Mest áhrif til hækkunar á verðlagi í maí hefur hækkun á bensíni og olíu sem hækka um 3,1% frá fyrra mánuði og hefur 0,11% áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs í mánuðinum en á síðustu 12 mánuðum hefur verð á bensíni hækkað um 8,7%. Mat- og drykkjarvara hækka um 0,7% milli mánaða (0,09% vísitöluáhrif) sem skýrist einkum af hækkunum á brauð og kornvörum, kjöti og ávöxtum. Mat- og drykkjarvörur hafa samkvæmt vísitölu neysluverðs hækkað um 4,8% frá sama tíma í fyrra.

Þá hækkar verð á fötum og skóm um 0,7% (0,03% vísitöluáhrif) og húsnæðisliður vísitölunnar hækkar um 0,3% frá fyrra mánuði (0,08% vísitöluáhrif). Af ýmsum minni liðum má nefna að verð á heimasímaþjónusta hækkar um 7% frá fyrra mánuði (0,02% vísitöluáhrif) og internettengingar hækka um 1,6% en á móti lækkar farsímaþjónusta um 2,4%. Verð á þjónustu smurstöðva hækkar um 2,8% og hjólbarðaverkstæða um 2,2% frá fyrra mánuði þá hækka happdrættismiðar um 3,8% milli mánaða.

Á móti hækkunum hefur mest áhrif til lækkunar á vísitölunni í maí 8,9% lækkun á flugfargjöldum til útlanda (-0,15% vísitöluáhrif) og gengur þar með hluti af hækkunum liðarins í síðasta mánuði til baka. Þá lækkar verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 0,3% (-0,02% vísitöluáhrif) og lyf og lækningavörur um 0,4% (-0,01% vísitöluáhrif) frá fyrra mánuði.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025