Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Verðbólgan í ágúst 3,2%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46% milli mánaða og mælist verðbólgan í ágúst 2020 því 3,2% samanborið við 3,0% í júlí. Vísitala neysluverðs hækkar sömuleiðis um 0,46% og mælist verðbólga án húsnæðis 3,4% í ágúst samanborið við 3,3% í júlí.

Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa föt og skór sem hækka um 3,4% (áhrif 0,11%) og hækkun vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) um 0,5% (áhrif 0,09%). Mest áhrif til lækkunar á vísitölunni hefur verðlækkun á stórum heimilistækjum um 3,9% (áhrif -0,06%).
Föt og skór, kostnaður við eigin húsnæði hafa mest áhrif til hækkunar á vísitölunni.
Hún hækkar þó nokkuð mikið milli mánaða enda hækka nokkrir stórir liðir í vísitölunni töluvert milli mánaða.

Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hefur hækkun á fötum og skóm um 3,4% (áhrif 0,11%) en í ágúst lauk sumarútsölum. Til samanburðar nam lækkun á fötum og skól í júlí 3,6%. Jafn mikið vegur hækkun á kostnaði við eigin húsnæði um 0,37% (áhrif 0,11%) sem má að mestu rekja til hækkunar vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) um 0,5%.

Hækkun á mat- og drykkjarvörum um 0,38% milli mánaða vegur einnig nokkuð þungt (áhrif 0,06%) en þar vegur þyngst 0,7% verðhækkun á kjöti (áhrif 0,02%) og 1,83% hækkun á grænmeti (áhrif 0,02%). Áhrif af hækkun á kostnaði við rekstur ökutækja um 0,69% vó einnig nokkuð þungt (áhrif 0,5%) sem má að mestu rekja til 0,89% hækkunar á bensíni og olíum. Þá hækkaði liðurinn önnur vara og þjónusta um 0,51% sem skýrist að mestu af 2,8% hækkun á hreinlætis- og snyrtivörum (áhrif 0,03%).

Stór og lítil heimilistæki mest áhrif til lækkunar á vísitölunni í ágúst
Þeir liðir sem höfðu mest áhrif til lækkunar á vísitölunni voru stór heimilistæki sem lækkuðu um 3,9% (áhrif 0,06%). Lítil heimilistæki lækkuðu enn meira eða um 6% en áhrifin voru aðeins minni (-0,02%).

Author

Tengdar fréttir