Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Verðbólgan í febrúar mældist 4,1%

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,69%% milli mánaða og mælist ársverðbólga í febrúar 4,1% samanborið við 4,3% í janúar. Vísitala án húsnæðis hækkar um 0,76% milli mánaða og mælist 4,5% á ársgrundvelli í febrúar samanborið við 4,7% í janúar.
Lok vetrarútsalna hefur mest áhrif til hækkunar á vísitölunni sem felst í hækkunum á fötum, skóm og húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. Þá hefur viðhaldsþjónusta töluverð áhrif til hækkunar á húsnæðisliðnum í vísitölunni.

Lok vetrarútsalna og hækkun á bensíni hafa áhrif
Mest áhrif til hækkunar hefur hækkun á húsgögnum og heimilsbúnaði um 3,16% (áhrif 0,17%) og hækkun á fötum og skóm um 4,38% (áhrif 0,16%). Þar á eftir kemur hækkun á viðhaldsþjónustu um 2,18% (áhrif 0,11%) sem hefur mest áhrif til hækkunar á húsnæðisliðnum sem hækkar um 0,43% . Ferðir og flutningar hækkar nokkuð en mest áhrif hefur hækkun á bensíni og olíu um 2,19% (áhrif 0,07%), hækkun á flugfargjöldum innanlands um 17,47% (áhrif 0,04%) og hækkun á viðhaldi og viðgerðum um 0,79% (áhrif 0,02%). Lækkun á nýjum bílum um 0,83% (áhrif -0,04%) vegur þó upp á móti.
Hækkun á liðnum tómstundir og menning um 0,78% (áhrif 0,08%) hefur einnig töluverð áhrif á hækkun á vísitölunni. Hækkunina á liðnum má að mestu rekja til 5,16% hækkunar á sjónvörpum, tækjum til upptöku, hljómflutningstækjum og sambærilegum vörum. Þá hækkar símaþjónusta um 1,66% (áhrif 0,02%), skyndibiti og tilbúnir réttir um 0,96% (áhrif 0,02%) og húsnæðistryggingar um 2,49% (áhrif 0,02%)

Fáir liðir lækka milli mánaða en mest áhrif til lækkunar á vísitölunni hefur lækkun á nýjum bílum um 0,83% (áhrif -0,04%) og lækkun á mat- og drykkjarvöru um 0,11% (áhrif -0,02%).
Í töflunni má sjá röðun á undirliðum úr vísitölunni eftir því hvaða liðir hækka mest/minnst milli mánaða og eftir því hversu mikil áhrif breyting á liðunum hefur á vísitöluna.

Innfluttar vörur aðrar en matur og drykkjarvara stór áhrifaþáttur á hækkun á vísitölunni
Ef breytingar á vísitölunni eru skoðaðar eftir eðli og uppruna má sjá að hækkun á innfluttum vörum öðrum en aðrar en mat- og drykkjarvara hafa mest áhrif til hækkunar sem hækka um 2,3% milli mánaða (áhrif 0,39%) hefur mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Þar á eftir kemur hækkun á bensíni. Mest áhrif til lækkunar hefur lækkun á nýjum bílum og varahlutum og innfluttum mat- og drykkjarvörum þó áhrifin séu ekki mikil.

Author

Tengdar fréttir