Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Verðbólgan í júní mældist 2,6%

Vísitala neysluverðs í júní var 482,2 stig og hækkaði um 0,44% frá fyrri mánuði. Verðbólga í mælist því 2,6% og verðbólga án húsnæðis 2,7%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hefur hækkun á mat- og drykkjarvöru um 0,98% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og þá hækkar reiknuð húsaleiga um 0,4% (áhrif 0,06%).

Mat- og drykkjarvara hækkar mikið milli mánaða auk reiknaðrar húsaleigu
Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hefur 1% hækkun á mat- og drykkjarvöru (áhrif 0,15%) en þar af vegur hækkun á mjólkurvörum um 3,19% mest (áhrif 0,08%). Ákvörðun verðlagsnefndar búvara frá byrjun júní um hækkun lágmarksverðs á mjólk til bænda um 5,5% spilar sennilega inn í þá hækkun. Þá vegur hækkun á ávöxtum um 4,5% þungt (áhrif 0,05%) auk hækkana á brauði og kornvörum um 0,9% (áhrif 0,02%).

Á eftir hækkunum á mat- og drykkjavöru vegur hækkun á reiknaðri húsaleigu (kostnaður við að eiga húsnæði) um 0,4% mest (áhrif 0,06%) og þá hækkar bensín og olía um 0,8% milli mánaða (áhrif 0,03%). Einnig hækkaði tannkrem, sjampó og snyrtivörur um 3,3% (áhrif 0,03%).

Aðrir þættir sem hækka milli mánaða eru gisting á hótelum og gistiheimilum um 14,4% (áhrif 0,02%), tómstundir, stærri tæki ofl. um 4,37% (áhrif 0,03%), kaffihús og barir um 2,7% (áhrif 0,02%) og reiðhjól og fylgihlutir um 4,3% (áhrif 0,02%).

Lækkun á grænmeti og flugfargjöldum innanlands
Mest áhrif til lækkunar á vísitölunni hefur lækkun á grænmeti um 10,5% (áhrif -0,04%). Flutningar í lofti lækka um 1,43% (áhrif -0,02%) sem má rekja til 8,3% lækkunar á flugfargjöldum innanlands og þá lækka húsgögn og heimilisbúnaður um 1% (áhrif -0,02%). Einnig lækkar internetþjónusta, um 2,6% (áhrif -0,02%).

Þróun verðlags frá áramótum og í kjölfar COVID-19
Ef verðlagsbreytingar eru skoðaðar frá áramótum má sjá að ýmsir liðir í vísitölunni taka greinilegt stökk í mars þegar Covid skall á. Matvara hefur hækkað mikið frá áramótum eða um 4,6% í heildina. Eins og sjá má á línuritinu hefur grænmeti hækkað um 8,4%, innfluttar mat- og drykkjavörur um 7,3% og innlendar mat- og drykkjarvörur um 3,8%. Þá hafa nýjir bílar og varahlutir hafa hækkað um 9% og húsnæði um 2%. Á sama tíma hefur verð á bensíni lækkað um 11,3%.

Hér má sjá verðlagsþróun helstu liða á einu ári, frá júní 2019- júní 2020

Author

Tengdar fréttir