Vinnueftirlitið fagnar 40 ára afmæli

Höfundur

Ritstjórn

Starfsöryggi, góðar vinnuaðstæður öryggi, líkamleg og andleg vellíðan á vinnustað eru með mikilvægustu hagsmuna- og réttindamálum launafólks. Af þessum sökum er öflugt vinnueftirlit afar mikilvægt öllu launafólki. Við skipulagningu vinnunnar þarf að taka ríkt tillit til hagsmuna starfsmanna og vinnuverndarsjónarmiða. Hóflegur vinnutími, álag og góð hvíld eru mikilvægir þættir í fyrirbyggjandi vinnuvernd og velferð launafólks.

Alþýðusamband Íslands vill á þessum tímamótum óska Vinnueftirlitinu til hamingju með daginn og um leið lýsa ánægju sinni með það góða starf sem þar er unnið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir vinnueftirlitið hafa elfst á síðustu árum, m.a. með því að horfa ekki bara til aðbúnaðar og vinnuumhverfis heldur horfa í ríkara mæli til sálfélagslegra þátta, umhverfisþátta og heilsueflingar launafólks. Allt þetta styður við og styrkir starf verkalýðshreyfingarinnar í landinu.

Til hamingju með daginn.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024